ISO 27001:2013
Það er öllum fyrirtækjum sem úthýsa rekstri og þjónustu til upplýsingatæknifyrirtækja afar mikilvægt að fá staðfestingu á að þjónustuaðili sé með og reki vottað stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis. Upplýsingaöryggi verður æ mikilvægari þáttur þegar kemur að verðmætum og viðkvæmum innviðum fyrirtækja og opinberra aðila. Afar mikilvægt er að þjónustuaðilar leiti allra leiða til að lágmarka ógnir og áhættur sem kunna að steðja að upplýsingatækniumhverfi og noti við það viðurkenndar og vottaðar aðferðir.
Origo rekur ISO 27001 vottað stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis auk þess sem hjá fyrirtækinu starfa um 30 einstaklingar sem hafa fengið vottun um ITIL Foundation Certificate in IT Service Management. Félagið leggur mikla áherslu á að dýpka stöðugt og auka vitund og þekkingu starfsmanna gagnvart upplýsingaöryggi. Auk þess sem félagið sjálft heldur öryggisnámskeið, próf og öryggisráðstefnur þá sendir það einnig starfsmenn á sértækari námskeið s.s. varðandi örugga forritun og Ethical Hacking. Félagið framkvæmir fjölmargar prófanir á ári hverju sem snúa að öryggi innviða, bæði sem hluta af reglulegum viðlaga- og neyðaráætlunum en einnig eru gerðar veikleikaprófanir á þeim innviðum, umhverfi og kerfum sem félagið á, þjónustar og rekur.
Origo leggur mikla áherslu á að allt rekstrar- og þjónustuumhverfi félagsins sé öruggt og að þekking, hæfi og fagmennska starfsmanna sé til fyrirmyndar þegar kemur að upplýsingaöryggi og þjónustu. Markmið félagsins er að vera fyrsti kostur viðskiptavina þegar þeir velja samstarfsaðila við öruggan rekstur upplýsingatækni og þjónustu. Origo hefur verið ISO 27001 vottað frá því í október 2004.
ITIL
Upplýsingavinnsla, ferlar og þjónustustýring félagsins standa á sterkum ITIL grunni sem hefur verið byggður upp af öflugum ITIL sérfræðingum Origo.
Aðferðafræði ITIL tryggir viðskiptavinum öfluga þjónustu og rétt viðbragð auk þess að miða ávallt að því að lágmarka möguleg áhrif af truflunum sem upp kunna að koma. Þjónustustigssamningar (SLA) hafa verið byggðir upp með hliðsjón af ITIL en einnig eru allir þjónustuferlar og þjónustustýringar byggðir upp samkvæmt ITIL aðferðafræði.
Félagið stefnir að því að vera í framvarðasveit þeirra þjónustuaðila á íslenskum markaði sem hafa innleitt og tileinkað sér ITIL og ISO 27001 til þess að stuðla að öruggu rekstrarumhverfi og framúrskarandi þjónustu, bæði gagnvart eigin innviðum og til handa viðskiptavinum.
Áhættumat og áhættustýring Origo
Til grundvallar áhættumati liggja helstu og verðmætustu eignir (assets/verðmæti) sem falla innan umfangs vottunar. Þegar búið er að skilgreina verðmætustu „eignir" og skilgreina eigendur og forsjáraðila er lagt mat á hvaða áhættur eru til staðar gagnvart viðkomandi eign. Þegar búð er að meta ógnir, líkur, tíðni og áhrif er áhætta skjalfest sem „Græn", „Gul" eða „Rauð" og sett í viðeigandi ferli (áhætta ekki til staðar/Græn – áhætta á aðgerðabili/Gul – áhætta sem krefst tafarlausra aðgerða/Rauð). Síðasti hluti áhættumatsins er svo endurmat á áhættu sem lent hefur á aðgerðabili (gulu eða rauðu). Við endurmat er skoðað hvort búið sé að bregðast við þeirri áhættu sem var til staðar og aðgerðir þá samþykktar eða hafnað af öryggisráði sem hefur það hlutverk að fara yfir og samþykkja/loka eða hafna úrlausn eða aðgerðum.
Markmið með áhættumati er að koma auga á þær áhættur sem kunna að vera til staðar í umhverfinu, skilja tilvist þeirra og lágmarka áhættu sem af þeim steðja með aðgerðum, færa annað eða samþykkja.
Áhættumat og áhættustýring skilar stöðugum umbótum jafnt í þjónustu og rekstri og tryggir rétta stjórnun, byggir upp traust hagsmunaaðila á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, áhættustýringu, lágmarkar áhættu í umhverfi, styrkir stjórnkerfi upplýsingaöryggis og bregst við breytingum á réttan hátt auk þess að vernda félagið á tímum vaxtar eða samdráttar.