Enn eitt ágætt ár er að baki í starfsemi Origo. Rekstur gekk vel og afkoma félagsins í heild var góð. Þetta á sérstaklega við þegar horft er til þess að aðstæður í rekstri voru talsverð áskorun á síðasta ári, nokkur hægagangur í íslensku atvinnu- og efnahagslífi sem bæði hægði á og frestaði verkefnum. Tekjur jukust eins og undanfarin ár og námu tæpum 15 mö.kr. Hagnaður var 456 m.kr. sem er eðlilega samdráttur frá um 5,5 milljarða methagnaði árið 2018 eftir sölu á eignarhlut í Tempo, en vel viðunandi í sögulegu samhengi.